Category: Ýmislegt
Alþjóðlegi tennisdagurinn 3.mars 2014
Alþjóðlegi tennisdagurinn verður haldinn í annað skipti frá upphafi mánudaginn 3.mars 2014. Markmið með deginum er koma tennis á framfæri og auka þátttöku ungra tennisspilara út um allan heim Miðpunktur dagsins verða tennissýningar í New York, London og Hong Kong þar sem núverandi og fyrrverandi
Birkir fer vel af stað í bandarísku háskóladeildinni
Birkir Gunnarsson sem spilar fyrir Graceland University háskólann hefur farið vel af stað í bandarísku ITA háskóladeildinni. Birkir hefur sigrað alla þrjá einliðaleikina sem hann hefur keppt fyrir liðið auk þess hefur hann sigrað einn af tveimur tvíliðaleikjum. Birki er raðað númer eitt á styrkleikalistanum
Birkir búinn að ná efsta sæti á ITN styrkleikalista TSÍ
Birkir Gunnarsson landsliðmaður og núverandi Íslandsmeistari í tennis hefur náð efsta sætinu á ITN styrkleikalista TSÍ. Þetta er í fyrsta skipti frá því að ITN styrkleikalistinn var stofnaður ári 2007 sem Arnar Sigurðsson er ekki efstur á listanum en hann hefur ekkert keppt á árinu.
Jón Axel hefur öðlast hæstu þjálfunargráðu Alþjóða tennissambandsins
Jón Axel Jónsson tennisþjálfari lauk á dögunum þriðju og um leið hæstu þjálfunargráðu Alþjóða tennissambandsins (ITF) sem er jafnframt hæsta þjálfunargráða sem hægt er að taka í heiminum. Jón Axel fékk styrk frá Alþjóða tennissambandinu til þess að fara á þjálfaranámskeiðið sem var haldið á
Birkir sigraði á sínu fyrsta móti í Bandaríkjunum
Landsliðsmaðurinn Birkir Gunnarsson byrjar tímabilið vel í Bandaríkjunum. Um helgina keppti Birkir á sínu fyrsta móti og gerði sér lítið fyrir og sigraði mótið en 64 keppendur tóku þátt í mótinu. Birkir hlaut þar með titilinn Intercollegiate Tennis Association (ITA) Regionals en til þess að vinna
Birkir keppir fyrir bandarískt háskólalið
Birkir Gunnarsson, tvöfaldur Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik karla síðastliðin tvö ár, hefur fengið skólastyrk frá bandaríska háskólanum Graceland University í Iowa-ríki. Samhliða náminu mun hann keppa fyrir skóla sinn í bandarísku háskóladeildinni. Birkir kvaðst vera virkilega spenntur enda hefur hann stefnt að þessu í
Hinrik æfir og keppir fyrir þýskt félag í sumar
Hinrik Helgason landsliðsmaður í tennis hefur æft og keppt aftur þetta sumarið fyrir tennisfélagið TC SW 1903 Bad Durkheim í sumar. Hann spilaði sem leikmaður nr. 1 af 4 leikmönnum í 18 ára flokki í efstu deild í Pfalz í Þýskalandi. Lið hans endaði í
Ný reglugerð fyrir stigamótaröð TSÍ
Stjórn Tennissambands Íslands samþykkti á stjórnarfundi 15.maí síðastliðinn nýja reglugerð fyrir stigamótaröð TSÍ. Reglugerðina er hægt að finna á heimasíðunni undir Lög og reglugerðir – Stigamótaröð TSÍ. Read More …
Skólamót Kópavogs í mini tennis
Skólamót Kópavogs í mini tennis verður haldið í fyrsta skipti á morgun sumardaginn fyrsta í Tennishöllinni Kópavogi kl 10:30-13:30. Allir í 4. og 5. bekk í grunnskólum Kópavogs eru velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Auglýsingu fyrir mótið má sjá hér. Dagskrá: Tennisleikir, leiktæki, léttar veitingar og viðurkenningar.
Arnar heiðraður fyrir framgöngu sína á Davis Cup á árshátíð TSÍ
Árshátíð Tennissambands Íslands var haldin síðastliðinn laugardag í sal ÍSÍ í Engjateigi. Þetta er í fjórða skiptið sem árshátíð TSÍ er haldin og er hún orðin ein af föstum viðburðum tennisársins. Um fimmtíu manns mættu á árshátíðina sem þótti takast vel. Arnar Sigurðsson, besti tennisspilari
Árshátíð TSÍ 9.mars 2013
Árshátíð Tennissamband Íslands verður haldin 9.mars næstkomandi í félagsheimili Þróttar, Engjavegi 7. Húsið opnar kl 19:00. Skemmtiatriði og dansiball frameftir kvöldi. Auglýsinguna má sjá hér. Boðið verður upp á þriggja rétta matseðil. Forréttur Grafinn og reyktur lax með fersku salati, snittubrauði og sinnepssósu Aðalréttur Ofnsteikt
Alþjóðlegi tennisdagurinn haldinn hátíðlegur
Alþjóðlegi tennisdagurinn var haldinn hátíðlegur í Tennishöllinni í Reykjavík í gær. Hópur nemenda úr Klettaskóla tók þátt í alþjóða tennisdeginum ásamt unglingalandsliði Íslands í tennis. Dagurinn var settur þar sem fulltrúar úr báðum hópum gengu með íslenska fánann undir þjóðsöngnum. Að loknum stuttum ræðum þáðu
