Ýmislegt

Vania King – Grand slam meistari!

14.5.2021

Vania King, frá Bandaríkjunum kom í heimsókn á landsliðsæfingu hjá okkur. Hún var í fríi að ferðast um Ísland og kíkti við hjá okkur bæði í síðustu viku og aftur í gær. Hún vann bæði Wimbledon og US open í tvíliðaleik árið 2010 og var hæst rönkuð nr. 3 í heiminum í tvíliða og 50 […]

Lesa meira »

Vladimir Ristic kominn með GPTCA B stigs leyfi fyrir þjálfun

2.10.2017

Vladimir Ristic fékk nýlega GPTCA stig B leyfi fyrir þjálfun. Tennissamband Íslands óskar Vlado til hamingju með áfangann! Vlado hitta einnig nokkra af bestu þjálfurum heims í tennis. Alberto Castellani, sem hefur þjálfað fjölmarga toppleikmenn og er nú þjálfari Damir Dzumhur ásamt Toni Nadal sem er nú þjálfari Rafael Nadal sem er fremstur í tennis […]

Lesa meira »

Æfinga- og keppnisferð til Danmerkur

2.11.2016

Fyrir viku síðan kom íslenska unglingalandsliðið heim úr æfinga- og keppnisferð frá Danmörku. Um var að ræða 12 daga ferð sem skipulögð var af Tennisfélagi Kópavogs þar sem liðið bjó og æfði í Birkerød tennisklúbbnum og ferðaðist um Kaupmannahafnarsvæðið til að keppa í dönsku mótaröðinni. Stærstur hluti liðsins samanstóð af 14 ára og yngri landsliðinu. […]

Lesa meira »

Rafn Kumar keppir á mótaröð danska tennissambandsins

10.5.2016

Rafn Kumar Bonifacius landsliðsmaður er staddur í Danmörku þessa dagana þar sem hann er að keppa á mótaröð Danska tennissambandsins. Hann komst í gegnum forkeppni á KB Erhvervsklub Cup mótinu eftir að hafa unnið tvo leiki, á móti André Biciusca Meinertz (nr.79) 6-0, 6-2 og Christian Johannes Nørgaard (nr.106) 6-1, 6-1. Í fyrstu umferð aðalkeppninnar […]

Lesa meira »

Birkir valinn tennisspilari vikunnar í bandarísku deildinni

28.4.2016

Birkir Gunnarsson landsliðsmaður var útnefndur tennisleikari vikunnar í NAIA bandarísku tennisdeildarinnar nýverið. Útnefningin er gefin fyrir þann spilara sem þykir skara fram úr hverju sinni. Birkir keppir fyrir háskólann Auburn Montgomery í Alabama þar sem hann stundar nám. Hann er á sínu þriðja ári að spila í háskóladeildinni í Bandaríkjunum en fyrsta árið spilaði hann […]

Lesa meira »

Sofia Sóley í undanúrslit í tvíliðaleik í 14 ára og yngri Þróunarmótinu

19.3.2016

Brynjar Sanne Engilbertsson, Tómas Andri Ólafsson og Sofia Sóley Jónasdóttir eru öll stödd í Antalya, Tyrklandi þar sem þau taka þátt í 14 ára og yngri Þróunarmótaröð Tennis Europe. Um er að ræða mót þar sem 32 keppendum frá hinum svokölluðu þróunarlöndum í tennis er boðið að taka þátt. Keppnin samanstendur af tveimur mótum, þar sem […]

Lesa meira »

Fyrri helming 14 ára og yngri Þróunarmótsins í Tyrklandi lokið

16.3.2016

Brynjar Sanne Engilbertsson, Tómas Andri Ólafsson og Sofia Sóley Jónasdóttir eru öll stödd í Antalya, Tyrklandi þar sem þau taka þátt í 14 ára og yngri Þróunarmótaröð Tennis Europe. Um er að ræða mót þar sem 32 keppendum frá hinum svokölluðu þróunarlöndum í tennis er boðið að taka þátt. Keppnin samanstendur af tveimur mótum, þar […]

Lesa meira »

14 ára og yngri landsliðið keppir á Þróunarmeistaramóti Evrópu

9.3.2016

Tómas Andri Ólafsson úr Tennisfélagi Garðabæjar, Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs og Brynjar Sanne Engilbertsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar voru valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Þróunameistararmóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri. Mótið er haldið í Antalaya í Tyrklandi og stendur yfir næstu tvær vikurnar eða frá 5.-20. mars. Jón Axel Jónsson […]

Lesa meira »

Árshátíð TSÍ 2.apríl 2016

7.3.2016

Árshátíð TSÍ verður haldin laugardaginn 2.apríl á Sólon, 2.hæð. Húsið verður opnað kl. 19.00 með fordrykk, dagskráin hefst kl 19.45. Auglýsinguna má sjá hér. Verðlaun fyrir flottasta hattinn! Verð er kr. 4.500 á mann og er greitt við innganginn. Aldurstakmark er 18 ára. (en ekki 16 ára eins og fram kemur í auglýsingunni) Matseðill Forréttur […]

Lesa meira »

Anna Soffia og Rafn Kumar tennisfólk ársins

17.12.2015

Anna Soffia Grönholm og Rafn Kumar Bonafacius hafa verið útnefnd tennisfólk ársins 2015 af stjórn Tennissambands Íslands. Anna Soffia vann Íslandsmót innan- og utanhúss á árinu í meistaraflokki kvenna bæði í einliða- og tvíliðaleik þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins 16 ára. Anna Soffia er efst á stigalista TSÍ vegna ársins 2015. Hún […]

Lesa meira »

Birkir valinn tennisspilari vikunnar í bandarísku háskóladeildinni

30.3.2015

Birkir Gunnarsson landsliðsmaður, sem spilar fyrir bandaríska háskólaliðið Auburn University at Montgomery, var valinn tennisspilari vikunnar í suðurríkja háskóladeildinni “Southern States Athletic Conference Men’s Tennis Player of the Week” fyrir frammistöðu sína með liði sínu vikuna 16.-22.mars síðastliðinn. Lið Birkis spilaði gegn þremur öðrum háskólaliðum þessa vikuna og Birkir sigraði alla sína leiki, bæði í […]

Lesa meira »

Alþjóðlegi tennisdagurinn haldinn hátíðlegur í þriðja sinn

10.3.2015

Alþjóðlegi tennisdagurinn var haldinn hátíðlegur í dag í Tennishöllinni Kópavogi í þriðja sinn. Hópur nemenda úr Klettaskóla var sérstaklega boðið í morgun í tilefni dagsins og honum varið í þeirra þágu með alls kyns skemmtun.  Ungmenni úr fremstu röðum íþróttarinnar leiðbeindu nemendum og leiddu leiki með þeim ásamt starfsmönnum skólans.  Í lokin voru pizza og gos í boði Tennissambandsins, […]

Lesa meira »