Stigamótaröð TSÍ

Reglugerð um stigamótaröð TSÍ

1. grein
TSÍ gengst árlega fyrir stigamótaröð í samráði við tennisklúbba á Íslandi. TSÍ ákveður fyrir hver áramót hvaða mót skulu vera gjaldgeng í mótaröðina. Hver tennisklúbbur hefur rétt á að halda 1 stigamót á ári nema annað sé ákveðið af TSÍ.

2. grein
Keppt er í flokkum karla og kvenna. Þátttökurétt hafa þeir keppendur sem keppa mega í meistaraflokki í tennis á Íslandi. Þeir skulu vera fullgildir meðlimir í íslenskum tennisklúbbum. Dregið skal í stigamótmót að viðstöddum aðila frá TSÍ eða tilnefndum aðila frá TSÍ.

3. grein
Stig eru reiknuð út samkvæmt stigalista TSÍ. Listann má finna á tennissamband.is heimasíðu Tennissamband Íslands. Að ári loknu skulu stig 8 bestu móta hvers keppenda reiknuð saman og stigameistari telst sá sem hefur fengið flest stig úr þeim samanlagt. Verði 2 keppendur jafnir telst sá sigurvegari sem hefur sigrað fleiri mót.

4. grein
Mótaröðin hefst á fyrsta viðurkennda tennismóti ársins eftir Meistaramóti TSÍ og lýkur á Meistaramóti TSÍ sem haldið er í byrjun janúar hvers árs. Verðlaun skulu veitt við fyrsta tækifæri að lokinni mótaröð hvers árs.

5. grein
Komi upp ágreiningsefni vegna mótaraðarinnar skulu mál tekin fyrir hjá stjórn TSÍ sem tekur afstöðu hverju sinni hverjar málalyktir eru.

6. grein
Að öðru leyti gilda keppnis- og mótareglur TSÍ og alþjóðlegar viðurkenndar tennisreglur.

7. grein
Samþykkt af stjórn TSÍ á stjórnarfundi 15. maí 2013.