Birkir búinn að ná efsta sæti á ITN styrkleikalista TSÍ

Birkir gunnarsson á National Championships

Birkir Gunnarsson landsliðmaður og núverandi Íslandsmeistari í tennis hefur náð efsta sætinu á ITN styrkleikalista TSÍ. Þetta er í fyrsta skipti frá því að ITN styrkleikalistinn var stofnaður ári 2007 sem Arnar Sigurðsson er ekki efstur á listanum en hann hefur ekkert keppt á árinu. Birkir færðist einnig upp fyrir Raj K. Bonifacius sem var í 2.sæti á listanum en er í 3.sæti núna. ITN styrkleikalista TSÍ má sjá hér.

Birkir spilar sem kunnugt er á amerísku háskólamótaröðinni í tennis fyrir Graceland University í Iowa. Hann keppti nýverið á Nationals Championships á Florida en þar kepptu þeir 8 spilarar sem höfðu unnið sér þátttökurétt með því að sigra á svæðismótum (ITA Regional Title) síns svæðis í Bandaríkjunum. Alls tóku um 500 tennisleikarar þátt í þessum mótum og var Birkir einn af þeim 8 sem komust áfram.
Á Florida var hann svo óheppinn að lenda á móti Demi Zmak sem er rankaður nr. 1 á amerísku mótaröðinni. Birkir tapaði 6-4 og 6-3 eftir hörkuleik. Nánar er hægt að lesa um árangur Birkis á National Chamipionships hér.

Sjálf mótaröðin í bandarísku háskóladeildinni hefst svo fljótlega eftir áramót og mun Birkir vafalítið spila sem nr. 1 fyrir sinn skóla.