Flokkaskiptingar

Í tennis er keppt í fullorðinsflokkum annars vegar og barna- og unglingaflokkum hins vegar.

Fullorðinsflokkar

Meistaraflokkur – Karlar og konur
Öðlingaflokkur – 30 ára+
Öðlingaflokkur – 40 ára+

Allir geta keppt í meistaraflokki óháð aldri. Miðað er við að leikmenn
eldri en 30 ára geti ráðið í hvaða flokki þeir keppa.

Barna- og unglingaflokkar

10 ára og yngri – Snáðar og snótir (Mini tennis)
12 ára og yngri – Hnokkar og hnátur
14 ára og yngri – Sveinar og meyjar
16 ára og yngri – Drengir og telpur
18 ára og yngri – Strákar og stelpur