Skólamót Kópavogs í mini tennis

Skólamót Kópavogs í mini tennis verður haldið í fyrsta skipti á morgun sumardaginn fyrsta í Tennishöllinni Kópavogi kl 10:30-13:30. Allir í 4. og 5. bekk í grunnskólum Kópavogs eru velkomnir. Ekkert þátttökugjald. Auglýsingu fyrir mótið má sjá hér.

Dagskrá: Tennisleikir, leiktæki, léttar veitingar og viðurkenningar.

Hvaða skóli vinnur skólabikarinn í mini tennis árið 2013?