Unglingatennis átak (ITF-JTI)

Ein leið sem TSÍ getur aðstoðað félög og tennisdeildir við útbreiðslu íþróttarinnar er samvinnuverkefni alþjóða tennissambandsins (ITF) í gegnum  “Junior Tennis Initiative” (JTI)  átakið.  Markmið þessi átaks er að fjölga krökkum í ykkar félögum og samtímis auka við fjölbreytni í unglingatennis almennt hérlendis.  Það eru fjórir megin þættir tengdir þessu verkefni –
  • Tennis10s – fyrir 10 ára og yngri krakka, skóla- og félagatengdar kynningar í mini tennis (“rauðu vellirnir”) og 3/4 tennis (“appelsínugulir vellir”) með mýkri tennisbolta
  • Unglinga tennis – fyrir 11-18 ára, skóla- og félagatengdar kynningar
  • Afreksunglingar – áframhald  Tennis10s, fyrir bestu börn í U12 og  U14 flokkur í formi æfinga og keppni
  • Búnaður – mini tennis net, spaðar og boltar til afnota fyrir skóla og félög sem taka þátt í JTÍ átakinu.
Til viðbótar, þá mun ég hafa samband við þá skóla sem ykkur finnst koma til greina við að styðja við ykkar félag uppá fræðsluerindi til að hjálpa íþróttakennurum og þeim sem starfa við gæslu skólans um notkun tennis búnaðaðarins og leiki til að koma þeim af stað.
Þau félög sem hafa áhuga af þessu átaki er boðið að hafa samband við Raj K. Bonifacius –   raj@tennis.is  / síma 820-0825.