Tennisspilarar ársins

Reglugerð um kjör tennismanns og tenniskonu ársins

1.grein
Kosið er um tvo titla, tennismann ársins og tenniskonu ársins.

2.grein
Allir í stjórn og varastjórn TSÍ hafa atkvæðisrétt ásamt starfandi landsliðsþjálfara/landsliðsþjálfurum. Kosningin er leynileg.

Þeir leikmenn er hljóta flest atkvæði eru valin tennismaður ársins annars vegar og tenniskona ársins hins vegar. Fái tveir eða fleiri leikmenn jafnmörg atkvæði skal stjórn TSÍ skera úr um hvor/hver skuli hljóta titilinn.

3.grein
TSÍ hefur umsjón með kosningunni og sér til þess að allir hlutaðeigandi aðilar fái tækifæri til að kjósa. TSÍ telur atkvæðin og tilkynnir úrslit í lok hvers keppnistímabils. Kjörið gildir einnig í valinu íþróttamaður ársins sem er á vegum Samtaka íþróttafréttamanna.

Samþykkt á stjórnarfundi í júlí 2020