Hegðunarreglur TSÍ

I. Óþarfa munnsöfnuður

Keppendur mega ekki viðhafa óviðeigandi munnsöfnuð á keppnissvæðinu. Ef slíkt á sér stað meðan á leikur stendur (þar með talið í upphitun), skal refsa keppanda með stigum samkvæmt reglum sem hér verða settar fram á eftir. Í tilfellum sem eru ögrandi og sérlega meiðandi fyrir framgang mótsins, eða eru einstaklega ögrandi, geta ein og sér verið stórkostlegt Brot með “Ögrandi hætti” og skal þá refsa með vaxandi hætti eftir þeim reglum sem lýst er hér. Í þessu sambandi er átt við munnsöfnuð sem er viðhafður nægilega hátt til þess að starfsmenn eða áhorfendur heyri.

II. Óviðeigandi látbragð

Keppendur mega ekki viðhafa óviðeigandi látbragð á keppnisstað. Ef slíkt brot á sér stað meðan á leik stendur (þar með talið í upphitun), skal refsa keppanda eftir reglum sem lýst er hér. Í tilfellum sem eru ögrandi og sérlega meiðandi fyrir framgang mótsins, eða eru einstaklega ögrandi, geta ein og sér verið “stórkostlegt brot” með “ögrandi hætti” og skal þá refsa með vaxandi hætti eftir þeim reglum sem lýst er hér. Í þessu sambandi er átt við tilburði keppanda með höndum og eða spaða eða botum sem eru óviðeigandi.

III. Munnsöfnuður

Keppendur mega aldrei viðhafa munnsöfnuð við starfsfólk, andstæðing, áhoranda eða aðra á keppnissvæðinu. Ef slíkt brot á sér stað meðan á leik stendur (þar með talið í upphitun), skal refsa keppanda eftir reglum sem lýst er hér. Í tilfellum sem eru ögrandi og sérlega meiðandi fyrir framgang mótsins, eða eru einstaklega ögrandi, geta ein og sér verið “stórkostlegt brot” með “Ögrandi hætti” og skal þá refsa með vaxandi hætti eftir þeim reglum sem lýst er hér. Í þessu sambandi er átt við munnsöfnuð sem beinist að starfsfólki, andstæðingi, áhorfanda eða öðrum sem gefur til kynna ósanngirni eða er niðurlægjandi, móðgandi eða á annan hátt meiðandi.

IV. Ofbeldi

Keppendur mega aldrei beita starfsfólk, andstæðing, áhorfanda eða aðra á keppnissvæðinu valdi. Ef slíkt brot á sér stað meðan á leik stendur (þar með talið í upphitun), skal refsa keppanda eftir reglum sem lýst er hér. Í tilfellum sem eru ögrandi og sérlega meiðandi fyrir framgang mótsins, eða eru einstaklega ögrandi, geta ein og sér verið Stórkostlegt Brot með “Ögrandi hætti” og skal þá refsa með vaxandi hætti eftir þeim reglum sem lýst er hér. Í þessu sambandi er átt við alla óvelkomna snertingu á Starfsfólki, andstæðingi, áhorfanda eða öðrum.

V. Misnotkun á boltum

Keppendur mega aldrei sparka eða kasta tennisbolta í reiði eða með ofbeldisfullum hætti á keppissvæðinu nema í réttmætum tilgangi að keppa að stigi (þar með talið í upphitun). Ef slíkt brot á sér stað meðan á leik stendur (þar með talið í upphitun), skal refsa keppanda eftir reglum sem lýst er hér. Með þessu er átt við að misnotkun á bolta sé þegar keppandi með ásetningi slær bolta útfyrir völlinn, sendir hættulega eða ófyrirséða bolta án þess að huga að afleiðingum.

VI. Misnotkun á spöðum og tækjum

Keppandi má aldrei sparka eða kasta tennisspaða í reiði eða með ofbeldisfullum hætti á keppissvæðinu. Ef slíkt brot á sér stað meðan á leik stendur (þar með talið í upphitun), skal refsa keppanda eftir reglum sem lýst er hér. Með þessu er átt við að misnotkun á spaða eða tækjum sé þegar keppandi með ásetningi eyðileggur eða skemmis spaða eða tæki eða af ásetning eða í reiði slær í net, völl, dómarasæti eða aðra fasta hluti í leik eða reiði.