Um TSÍ

Helstu upplýsingar:

Merki Tennissambands Íslands

Heimilisfang: Tennissamband Íslands, Engjavegi 6, 104 Reykjavík
Tölvupóstur: stjorn@tsi.is
Vefur: www.tsi.is 
Kennitala: 591288-1139
Reikningsnúmer: 0313-26-001139
Tennissamband Íslands (TSÍ) var stofnað 14.nóvember 1987. Þó að tennis hafi verið leikinn hér á landi á tímabilinu 1920 til 1932, gerðist ekki mikið fyrr en byrjað var að spila tennis aftur um 1975 þegar mörg íþróttahús á landinu höfðu náð nægjanlegri stærð. Við stofnun TSÍ varð meiri kraftur í starfinu og allt fór svo á fulla ferð þegar Tennishöllin í Kópavogi opnaði 1995. Þá breyttist tennisíþróttin út frá því að vera sumaríþrótt þeirra sem lærðu að spila tennis á námsárum sínum í útlöndum í það að vera heilsárs íþróttagrein fyrir allan almenning og afreksfólk.