Hinrik æfir og keppir fyrir þýskt félag í sumar

Hinrik Helgason

Hinrik Helgason landsliðsmaður í tennis hefur æft og keppt aftur þetta sumarið fyrir tennisfélagið TC SW 1903 Bad Durkheim í sumar. Hann spilaði sem leikmaður nr. 1 af 4 leikmönnum í 18 ára flokki í efstu deild í Pfalz í Þýskalandi. Lið hans endaði í 3. sæti af 7 liðum á leirtímabilinu í Þýskalandi á eftir Ludwigshafen og Kaiserslautern sem eru stærstu borgir Pfalz. Bestu leikmenn þeirra liða eru á margir hverjir á fyrstu skrefum sínum á leið í atvinnumennsku í tennis. Hinrik vann 1 einliðaleik en tapaði 3 þar af einum með minnsta mun á móti efsta manni Ludwigshafen 7-5, 6-7, 5-10 (Tiebreak) en það lið vann deildina þetta sumarið í Pfalz. Hinrik vann 2 tvíliðaleiki en tapaði 2 í sömu keppni. Einnig tapaðist leikur þar á móti Ludwigshafen með minnsta mun eða 5-7, 6-3, 3-10 (Tiebreak).

Hinrik spilaði líka sem leikmaður nr. 1 af 6 leikmönnum í liði 2 fyrir félagið í 2 deild meistaraflokks en félagið lenti þar í 3. sæti líka af 8 liðum. Þar vann Hinrik 1 einliðalik en tapaði 3. Hann vann hinsvegar 3 tvíliðaleiki en tapaði 1 í þeirri keppni.

Hinrik keppti líka í meistaramóti Pfalz í tennis en tapaði þar í 2. umferð fyrir þeim leikmanni sem vann mótið í 18 ára flokki. Hinrik lenti í 3. sæti á sama móti í fyrra.

Hinrik og liðsfélagi hans í landsliði Íslands í tennis Vladimir Ristic undirbúa sig nú fyrir HM í 18 ára flokki (Junior Davis cup) í tennis í Piestany í Slóvakíu í ágúst. Þar er Ísland í riðli með Spáni , Frakklandi, Bosníu Hersegóveníu, Slóvakíu, Ungverjalandi og Serbíu. Allt saman þjóðir með ríka tennishefð. Þjálfari þeirra er Raj Bonifacius. Fróðlegt verður að fylgjast með þeim félögum þar en Vladimir er núna í Danmörku við æfingar og keppni.