4.Stórmót TSÍ verður haldið 24.-26.október næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppt verður í tveimur flokkum, Mini tennis fyrir 10 ára og yngri (fædd 1999 eða seinna) og ITN Styrkleikaflokki fyrir alla aðra. Markmið með ITN styrkleikakerfinu er að allir byrja að keppa við jafnsterka andstæðinga og svo verður mótið erfiðara með hverrri umferð. Allir þátttakendur […]
Tennismót Þróttar og Fjölnis sem var jafnframt síðasta mót sumarsins lauk nú um helgina. Mótið tókst mjög vel og myndaðist skemmtileg stemming í sólinni. Alls tóku 19 manns þátt og var spilað í þremur flokkum. Spilað var stanslaust á Þróttaravöllunum frá klukkan 9 um morguninn til 21 um kvöldið og lauk mótinu um klukkan 17 […]
Boðið er upp á einliðaleik og tvíliðaleik og sér mótsstjórn um að raða keppendum saman eftir getu.
Skráningu lýkur fimmtudaginn 27. ágúst klukkan 16:00.
Mótið er öllum opið og hvetjum við fólk á öllum aldri til að taka þátt!
Tennissamband Íslands hefur ákveðið að styrkja tennisfélögin til að halda skólakynningar í grunnskólum í september á þessu ári. Hvert félag getur fengið styrk að upphæð kr. 20.000. Þau félög sem vilja nýta sér þennan styrk þurfa að senda yfirlit yfir skólakynningarnar til raj@tennissamband.is með upplýsingum um kennitölu og bankanúmer. Stjórn TSÍ
Nú er vetrartímabilið í tennis að hefjist og sömuleiðs Mótaröð TSÍ. Haldin verða fimm stórmót TSÍ í vetur auk þess sem hið árlega Jóla- og Bikarmót Tennishallarinnar og TSÍ verður á sínum stað um jólin. Í lok mars verður Íslandsmótið innanhúss haldið. Öll þessi mót verða haldin í Tennishöllinni í Kópavogi.
Tennissamband Íslands hefur látið útbúa fyrir sig nýja heimasíðu sem var formlega opnuð í dag. Slóð síðunnar hefur einnig breyst og er tennissamband.is í stað tennissambandislands.com. Ákveðið var að breyta nafni síðunnar þar sem gamla nafnið þótti heldur langt. Á nýju síðunni verður hægt að fylgjast með því sem er að gerast í tennisheiminum á Íslandi […]