Árshátíð TSÍ 2019!

Árshátíð TSÍ og allra tennisáhugamanna verður haldin laugardaginn 25. maí á Sæta Svíninu. Húsið verður opnað kl. 19:00 með fordrykk, dagskráin hefst kl 19:30 Skráning er í Tennishöllinni og hér á vef TSÍ (tennissamband.is) Verð er 6.000 kr. á mann og er greitt við innganginn.

Ársþing Tennissambands Íslands 2019

Ársþing Tennissambands Íslands verður haldið þriðjudaginn 7. maí í E sal ÍSÍ í Laugardalnum á 3. hæð kl. 18:30. Dagskráin verður sett inn á heimasíðu sambandsins fljótlega. Tennisþingið fer með æðsta vald í málefnum TSÍ. Þingið sitja fulltrúar frá þeim aðilum sem mynda TSÍ. Fulltrúafjöldi

Styrkur vegna afreksverkefna á eigin vegum vegna ársins 2018

Samkvæmt fjárhagsáætlun TSÍ 2018, sem samþykkt var á Ársþingi sambandsins í apríl s.l., verður 700.000 kr. ráðstafað til einstaklinga vegna afreksverkefna á eigin vegum á árinu 2018. Umsókn um styrk vegna afreksverkefna á eigin vegum skal skilað til stjórnar Tennissambands Íslands á netfangið stjorn@tennissamband.is. Skilafrestur er

Stórmót Víkings TSÍ

25.-28. júní 2018 Tennisklúbbur Víkings Traðarland 1, 108 Reykjavík Stórmót Víkings TSÍ verður haldið 25.-28. júní. Mótinu er skipt í eftirfarandi flokka – ITN Einliða, U18, U16, U14, U12, U10 & Mini Tennis Gjald – ITN 3.500 kr. / Barnaflokkar 2.800 kr. Síðasti skráningadagur (og

Dómaranámskeið TSÍ 2018

Dómara námskeiðið er fyrir alla fædda 2005 og fyrr,  sem áhuga hafa á að rifja upp tennisreglurnar og læra að dæma – bæði sem línudómari og/eða stóldómari.   Kennslan fer fram í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal, Engjavegur 6, 104 Reykjavik. Námskeið nr. 1 Laugardaginn, 2.júní kl.9.30-14 & Sunnudaginn,

Tennishöllin stækkuð!

Sunnudaginn 6. maí 2018 kl. 16 verður formlega hafist handa við stækkun Tennishallarinnar í Kópavogi. Af því tilefni koma þau Theódóra Þorsteinsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs og Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs og taka skóflustungu ásamt tveimur ungum tennisspilurum úr Tennisfélagi Kópavogs. Í dag eru þrír