Úrslit: Jóla- og Bikarmót TSÍ 2018!

Jóla- og Bikarmót TSÍ 2018 lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna.

Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélag Kópavogs sigraði Íris Staub einnig úr Tennisfélagi Kópavogs í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna í spennandi og jöfnum leik. Anna Soffía vann fyrra settið 6-3 og síðara settið 6-4. Í þriðja sæti varð Sofía Sóley Jónasdóttir Tennisfélagi Kópavogs.

Rafn Kumar Bonifacius úr Mjúk- og Hafnarboltafélagi Reykjavíkur lék til úrslita í meistaraflokki karla og hafði þar betur í hörkuleik gegn Birki Gunnarssyni úr Tennisfélagi Kópavogs 6-2, 2-6 og 6-2. Í þriðja sæti varð Anton Magnússon.

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér fyrir neðan:

30+ tvíliðaleikur karla og kvenna

30+

40+

Byrjendaflokkur & Tvenndarflokkur

ITN tvíliðaleikur

ITN

Meistaraflokkur Karla

Meistaraflokkur Kvenna