Styrkir til aðildarfélaga vegna útbreiðslu- og kynningarmála 2024

Í nýsamþykktri fjárhagsáætlun TSÍ er gert ráð fyrir styrkjum til aðildarfélaga vegna útbreiðslu og kynningarmála og verður þeim úthlutað með sama sniði og gert var vegna ársins 2023. Rétt er þó að benda á að heildarupphæð styrkja hefur lækkað úr kr. 1.300.000 og verður nú kr. 900.000..

Styrkirnir verða veittir eftir að almanaksárinu lýkur og TSÍ mun kalla eftir umsóknum um næstu áramót. Umsóknum skulu fylgja upplýsingar um verkefni sem ráðist var í á árinu ásamt kostnaði sem af þeim hlaust. Styrkir verða síðan greiddir út í ársbyrjun 2025.