Garima sigrar Kópavogur Open!

Í dag hreppti Garima Kalugade fyrsta sætið á Kópavogur Open, mótið er fyrir 16 ára og yngri en Garima er aðeins 13 ára gömul. Garima mætti pólsku Marie #250 í úrslitum í leik sem fór 6-3, 6-2 fyrir Garimu. Það var kátt í höllinni á meðan á leiknum stóð og komu margir að fylgjast með þessum merka atburði. Í einliðaleik hafði Garima unnið þrjá leiki til að komast í úrslitin og stóð sig með prýði en í tvíliðaleik vann hún fyrsta leikinn sinn með eistneska meðspilara sínum Amelíu en þær töpuðu síðan í annari umferð.

Við óskum Garimu innilega til hamingju með þennan árangur.

Hér má sjá helstu úrslit hjá Garimu Kalugade!