Íslensku keppendurnir úr leik

Íslensku keppendurnir féllu allir úr leik á öðrum keppnisdegi Smáþjóðaleikanna í gær. Hjördís Rósa Guðmundsdóttir féll úr leik í einliðaleik kvenna eftir að hafa tapað fyrir Kathinka Von Deichmann frá Liechtenstein í 2.umferð. Von Deichmann er næststerkasti keppandi mótsins samkvæmt styrkleikalista og í 393. sæti á heimslistanum.

Íslensku keppendurnir á Smáþjóðaleikunum

Nú eru einungis nokkrir dagar í að Smáþjóðaleikarnir hefjist á Íslandi en þeir standa yfir 1.-6.júní næstkomandi. Keppni í tennis hefst 2.júní. Íslenska landsliðið á Smáþjóðaleikunum er skipað eftirfarandi leikmönnum: Anna Soffia Grönholm Birkir Gunnarsson Hera Björk Brynjarsdóttir Hjördís Rósa Guðmundsdóttir Rafn Kumar Bonifacius Liðsstjóri:

Capital Inn Reykjavik Open U16 verður haldið 6.-14.júní 2015

Capital Inn Reykjavík Open fyrir 16 ára og yngri verður haldið 6.-14.júní næstkomandi. Tennismótið er hluti af Evrópumótaröðinni fyrir 16 ára og yngri. Mótið verður haldið á Tennisvöllum Víkings, Traðarlandi 1 í Fossvoginum. CAPITAL INN REYKJAVÍK OPEN U16 tennismótið er opið fyrir stráka og stelpur

Anna Soffia og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss 2015

Íslandsmóti innanhúss lauk í gær í meistaraflokki karla og kvenna. Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki í meistaraflokki. Þetta er annað árið í röð sem þau eru Íslandsmeistarar innanhúss Í úrslitaleik