Unglingalandsliðið á leið á Ólympíuleika Evrópuæskunnar

Unglingalandsliðið er að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika Evrópuæskunnar

Unglingalandsliðið er að undirbúa sig fyrir Ólympíuleika Evrópuæskunnar

Íslenski landsliðshópurinn sem er á leið á Ólympíuleika Evrópuæskunnar er kominn til Stokkhólms í Svíþjóð þar sem þau eru í æfingabúðum fyrir keppnina. Næstkomandi laugardag flýgur liðið áleiðis til Tbilis í Georgíu þar sem Ólympíuleikar Evrópuæskunnar eru haldnir. Keppt er bæði í einliða- og tvíliðaleik í þar sem fjórir fulltrúar frá hverju landi í Evrópu eru valdir til að taka þátt í mótinu.

Íslenski landsliðshópurinn að þessu sinni er skipaður eftirtöldum leikmönnum: Björgvin Atli Júlíusson, Daniel Bjartur Siddall, Hekla María Jamila Oliver og Sara Lind Þorkelsdóttir. Raj K. Bonifacius er þjálfari liðsins.

Nánari upplýsingar um keppnina er hægt að finna á http://tbilisi2015.com/en/