Landsliðið hefur lokið keppni á Ólympíuleikum Evrópuæskunnar

Sara Lind og Hekla Maria hafa lokið keppni á Ólympíuleikum Evrópuæskunnar

Sara Lind og Hekla Maria

Unglingalandsliðið hefur lokið keppni á Ólympíuleikum Evrópuæskunnar sem haldnir eru í Tbilisi, Georgíu. Landsliðið keppti bæði í einliða- og tvíliðaleik á mótinu.

Daníel Bjartur Siddall keppti  við pólverjann Daniel Rafal Michalski sem er númer 6 í 16 ára og yngri í Evrópu. Daníel veitti pólverjanum harða keppni en viðureignin endaði 6-2, 6-2 fyrir Daniel Rafal.

Hekla María Oliver keppti við Yuliya Hatouka frá Hvíta-Rússlandi sem er númer 82 í Evrópu, viðureignin endaði 6-0, 6-0 fyrir þeirri hvít-rússnesku.

Björgvin Atli Júlíusson keppti við Jacob Robert Yarkley Fearnley frá Stóra Bretlandi sem er númer 3 í 14 ára og yngri í Bretlandi, leikur þeirra endaði 6-0, 6-0 fyrir Fearnley.

20150722_183424_resized

Landsliðið fór í æfingabúðir fyrir Ólympíuleika Æskunnar

Sara Lind Þorkelsdóttir keppti svo við Emily Seibold frá Þýskalandi og sigraði Seibold, 6-0, 6-0 en hún er númer 7 í 14 ára og yngri í Þýskalandi.

Í tvíliðaleik stúlkna kepptu Hekla María og Sara Lind við Jana Maria Dona og Sylvie Marie Zuend frá Lietchenstein. Liechtenstein vann fyrsta settið 6-0 og Ísland þurfti svo að gefa leikinn vegna meiðslna hjá Söru Lind.

Björgvin Atli og Daniel Bjartur  kepptu við Johan A. Garpered og Nils Anton Ornberg frá Sviðþjóð og töpuðu 6-1 og 6-0.

Tölfræði frá leikjunum má sjá hér fyrir neðan:

Hekla María og Sara Lind – http://app.tennis-math.com/report/TTJZd1ltRTI
Daniel Bjartur og Björgvin Atli- http://app.tennis-math.com/report/TTJZd1ltTTA

Það er enginn “B keppni” á mótinu þannig að allir íslensku keppendurnir féllu þar með úr leik í fyrstu umferð, bæði í einliða- og tvíliðaleik.