Úrslitalaeikir í meistaraflokki karla og kvenna kl 12:30 á morgun

Hjördís Rósa og Anna Soffia mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna

Hjördís Rósa og Anna Soffia mætast í úrslitum í einliðaleik kvenna

Leikið verður til úrslita í meistaraflokki karla og kvenna kl 12:30 á morgun á tennisvöllum Þróttar í Laugardalnum á Íslandsmóti utanhúss.

Í karlaflokki mætast í úrslitaleiknum núverandi Íslandsmeistari Birkir Gunnarsson og Rafn Kumar Bonifacius. Birkir sigraði  Jónas Pál Björnsson í undanúrslitum 6-0 og 6-1. Rafn Kumar sigraði föður sinn Raj K. Bonifacius 7-6(6) og 6-0.

Í kvennaflokki mætast Anna Soffia Grönholm og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir núverandi Íslandsmeistari utanhúss. Anna Soffia sigraði Sofiu Sóley Jónasdóttir í undanúrslitum 6-1 og 6-1.  Hjördís Rósa sigraði Selmu Dagmar Óskarsdóttur 6-1 og 6-3.

Verðlaunaafhending og grillveisla verður eftir úrslitaleikina niðrí Þrótti við Valbjarnavelli. Allir velkomnir.

Öll úrslit úr mótinu.