Mótskrá – 3.Stórmót TSÍ

TSI.logo.m.skugga_small 3.Stórmót TSÍ hefst í dag föstudaginn 30.október og stendur til og með sunnudagsins 1.nóvember í Tennishöllinni í Kópavogi.

Nafnaleit – http://www.tournamentsoftware.com/sport/players.aspx?id=2E8CD783-FCE9-40F6-87CF-F00D3FCF2ECF

Athuga –  Leikmenn eru minntir á að mæta tímalega fyrir leikinn sinn. Farið verður eftir eftirfarandi reglum TSÍ:

1 mínúta of seint = tapar 1 lotu
6 mínútum of seint = tapar 2 lotum
11 mínútum of seint = tapar 3 lotum
16 mínútum of seint = tapar leiknum

Það verður engin undantekning varðandi þessar reglur og hvetur mótstjórinn ykkur til að undirbúa ykkur fyrir leikinn með því að mæta fyrr og hita upp með því að skokka, sippa, teygja eða slá á móti vegg við útivellina. Upphitunartími fyrir hvern leik er 5 mínútur.

MINI Tennis keppnin fer fram á laugardaginn, 31.október,  kl.12.30-14.

Verðlaun eru veitt fyrir 1., 2., og 3.sæti og þátttökuverðlaun fyrir alla í Mini Tennis flokkunum.

Öllum keppendum er boðið  í verðlaunaafhendinguna sem verður mánudaginn, 2.nóvember  kl.18.30 í Tennishöllinni í Kópavogi.

Endilega hafið samband við mótstjórann  Raj K. Bonifacius í gegnum síma 820-0825 eða með tölvupósti á netfangið raj@tennis.is ef það vakna einhverjar spurningar.