Category: Fréttir
26.ársþingi TSÍ lokið
26.ársþingi TSÍ sem fór fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal lauk síðastliðinn þriðjudag. Engar breytingar urðu á aðalstjórn og varastjórn. Helgi Þór Jónasson var sjálfkjörinn formaður Tennissamband Íslands fjórða árið í röð. Þrándur Arnþórsson og Bragi Leifur Hauksson voru sjálfkjörin í aðalstjórn til tveggja ára. Fyrir sitja í
Anton fyrsti íslendingurinn sem sigrar á Evrópumóti 14 ára og yngri
Evrópumót U14 og U16 ára í tennis hefur staðið yfir hérlendis síðustu daga í Tennishöllinni í Kópavogi og lauk keppni síðastliðinn sunnudag en um 90 ungmenni á aldrinum 11-19 ára frá 19 Evrópuþjóðum öttu kappi á mótinu. Anton J. Magnússon úr Tennisfélagi Kópavogs varð þá
150 erlendir gestir á Icelandic Easter Open
Um 150 erlendir gestir þ.e þátttakendur, þjálfarar og forráðamenn heimsækja Ísland þessa dagana vegna Evrópumótsiins U14 og U16-Icelandic Easter Open sem Tennissamband Íslands og Tennishöllin halda í Tennishöllinni Kópavogi. Níutíu ungmenni á aldrinum 11 – 16 ára frá 19 löndum í Evrópu etja nú kappi
Anna Soffia og Vladimir efnilegustu tennisspilarar 2013 og fengu verðlaunin afhend á lokahófi Íslandsmóts innanhúss
Anna Soffia Grönholm og Vladimir Ristic, sem bæði eru í Tennisfélagi Kópavogs, voru valin efnilegustu tennisspilarar ársins 2013 og fengu afhend verðlaunin í gær á verðlaunaafhendingu og lokahófi Íslandsmóts innanhúss. Anna Soffia stóð sig mjög vel á árinu 2013. Hún varð Íslandsmeistari innan- og utanhúss
Anton fyrstur Íslendinga til að vera valinn í úrvalslið Evróputennissambandsins
Anton J. Magnússon sem endaði í 2.sæti á mótaröð þróunarmeistaramóts Evrópu fyrir 14 ára og yngri í síðustu viku varð fyrstur Íslendinga til að verða valinn inní úrvalslið Evrópu tennissambandsins með ótrúlega góðum árangri sínum á mótinu. Hann mun því ferðast með úrvalsliðinu í sumar
Frábær árangur íslensku keppendanna á Þróunarmeistaramóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri
Þróunarmeistaramóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri lauk þann 22.mars síðastliðinn í Antalya, Tyrklandi. Keppnin samanstóð af tveimur mótum, þar sem keppt er um hvert sæti í báðum mótunum. Eftirfarandi löndum er boðið að senda tvær stelpur og tvo stráka til að keppa fyrir þeirra
Íslandsmót innanhúss – Verðlaunaafhending og lokahóf
Verðlaunaafhending og lokahóf fyrir Íslandsmót innanhúss verður haldið laugardaginn 12.apríl næstkomandi kl 16-17 í Víkinni Traðarlandi 1. Allir velkomnir.
Anna Soffia og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss 2014
Íslandsmóti innanhúss lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Þá voru krýndir nýir Íslandsmeistarar bæði í karla- og kvennaflokki. Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings varð Íslandsmeistari innanhúss í karlaflokki og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs varð Íslandsmeistari innanhúss í kvennaflokki.
Keppt í úrslitum á Íslandsmóti innnahúss kl 15:30 í dag
Keppt verður í úrslitum í meistaraflokki karla og kvenna kl 15:30 í Tennishöllinni í Kópavogi á Íslandsmóti innanhúss. Úrslitaleikir í barna- og unglingaflokkum fara fram frá kl 8:30-13:30 í Tennishöllinni Kópavogi í dag. Í meistaraflokki karla mætast feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius
Mótskrá – Íslandsmót innanhúss 25.-30.mars 2014
Íslandsmót innanhúss verður haldið 25.-30. mars næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótskrá má finna með því að smella á tenglana hér fyrir neðan: Read More …
Sjálfboðaliðar Smáþjóðaleikar 2015 – Skráning
Fyrsti undirbúningsfundur vegna Smáþjóðaleikanna 2015 var haldinn síðastliðinn sunnudag. Fundurinn gekk vel og hægt er að nálgast kynninguna frá fundinum hér. Tennissambandinu vantar sjálfboðaliða í fjögur mismunandi störf:
Stóladómarar (18 ára og eldri)
Línudómarar (16 ára og eldri)
Boltasækjendur (11 ára og eldri)
Afgreiðsla (16 ára og eldri) Read More …
Íslandsmót innanhúss 25.-30.mars 2014
Íslandsmót innanhúss verður haldið 25.-30. mars næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Mini tennis fyrir þau yngstu (fædd árið 2002 eða seinna) Einliðaleikur Barna- og unglingaflokkar 10, 12, 14, 16, 18 ára og yngri. Einliða- og tvíliðaleikur Meistaraflokkur karla og kvenna.