Karlalandsliðið hefur keppni á morgun á Davis Cup

Íslenska karlalandsliðið f.v. Raj, Hinrik og Magnús

Karlalandsliðið er komið til Ungverjalands þar sem það keppir á Davis Cup í 3.deild Evrópuriðils en þetta er sjötta árið í röð sem Ísland keppir í þeim riðli. Þetta er nítjánda árið í röð sem Ísland keppir á Davis Cup sem hefur alltaf spilað annað hvort í þriðju eða fjórðu deild.

Einn nýliði er í íslenska landsliðinu að þessu sinni og er að keppa á Davis Cup í fyrsta sinn en það er Hinrik Helgason. Auk hans skipa liðið Magnús Gunnarsson sem er að keppa á Davis Cup í fimmta sinn og Raj K. Bonifacius sem er spilandi þjálfari og er að keppa í ellefta skiptið.

Tólf þjóðir taka þátt auk Íslands og eru: Albanía, Armenía, Eistland, Georgía, Ungverjaland, Liechtenstein, Makedónía, Malta, Svartfjallaland, Tyrkland og San Marínó. Keppt er í fjórum þriggja liða riðlum. Sigurvegarar í hverjum riðli keppa um hvaða tvær þjóðir fara upp í 2.deild á árinu 2015.

Keppni hófst í dag og lenti Ísland í riðli með Georgíu og Svartfjallalandi. Georgía og Svartfjallaland mættust í dag og Georgía sigraði Svartfjallaland örugglega 3-0. Ísland var í fríi í dag og nýtti tímann til æfinga og til að aðlagast aðstæðum en keppt er á rauðum leirvöllum. Ísland mætir svo Georgíu á morgun í fyrsta leik sínum.

Hægt er að fylgjast með úrslitum frá Davis Cup hér.