Keppt í úrslitum á Íslandsmóti innnahúss kl 15:30 í dag

Keppt verður í úrslitum í meistaraflokki karla og kvenna kl 15:30 í Tennishöllinni í Kópavogi á Íslandsmóti innanhúss. Úrslitaleikir í barna- og unglingaflokkum fara fram frá kl 8:30-13:30 í Tennishöllinni Kópavogi í dag.

Í meistaraflokki karla mætast feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius báðir úr Tennisdeild Víkings. Raj lagði Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs í undanúrslitum 6-3 6-4. Rafn Kumar lagði Magnús Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs 6-1 6-0 í hinum undanúrslitaleiknum. Raj varð Íslandsmeistari innanhúss í fyrra og hefur því titil að verja.

Í meistaraflokki kvenna mætast Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs en Hjördís Rósa getur varið Íslandsmeistaratitil sinn með sigri í leiknum. Hjördís Rósa sigraði Heru Björk Brynjarsdóttur úr Fjölni í undanúrslitum í þriggja setta leik 6-0 4-6 6-2 og Anna Soffia sigraði Heklu Mariu Jamilu Oliver 6-2 6-0.

Hægt er að fylgjast með úrslitum í öllum flokkum með því að smella á flokkana hér fyrir neðan:

Íslandsmót Innanhúss 2014, Meist fl. Karlar einlið
Íslandsmót Innanhúss 2014, Meist.fl. Kvenna Einlið
Islandsmót Innanhúss 2014, Meist. fl. Karlar tvíli
Íslandsmót Innanhúss 2014, Meist fl. Kvenna Tvílið
Íslandsmót Innanhúss 2014, Meist fl. Tvenndar
Íslandsmót Innanhúss 2014, 30 ára Karlar einliða
Íslandsmót Innanhúss 2014, 40 ára Karlar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 30 ára Kvenna tvíliða
Ísl.mót Innanhúss, 10 ára börn einliða
Ísl.mót Innanhúss, 14 ára strákar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 16 ára strákar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 18 ára strákar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 12 ára strákar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 12 ára stelpur einliða
Ísl.mót Innanhúss, 14 ára stelpur einliða
Ísl.mót Innanhúss, 16 ára stelpur einliða
Ísl.mót Innanhúss, 18 ára stelpur einliða
Ísl.mót Innanhúss, 12 ára tvíliða
Ísl.mót Innanhúss, 14 ára tvíliða