Anna Soffia og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss 2014

Rafn Kumar hafði betur gegn föður sínum Raj í úrslitaleiknum

Íslandsmóti innanhúss lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Þá voru krýndir nýir Íslandsmeistarar bæði í karla- og kvennaflokki. Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings varð Íslandsmeistari innanhúss í karlaflokki og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs varð Íslandsmeistari innanhúss í kvennaflokki.

Í meistaraflokki karla mættust feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius. Raj byrjaði leikinn betur og komst í 3-1 í fyrsta setti en þá tók Rafn Kumar við sér og vann næstu sjö lotur í röð og fagnaði að lokum sigri með því að sigra í tveimur settum 6-3 og 6-3. Þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Rafn Kumars í meistaraflokki í einliðaleik innanhúss.

Anna Soffia hafði betur gegn Hjördísi Rósu í hörkuleik

Í meistaraflokki kvenna mættust Anna Soffia Grönholm og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar Íslandsmeistari innan- og utanhúss 2013, í hörkuleik sem fór í þrjú sett.

Hjördís Rósa vann fyrsta settið 6-4 en Anna Soffia kom sterk tilbaka og vann annað settið 6-3. Í þriðja settinu var Anna Soffia komin í 5-2 en Hjördís Rósa átti þá sterkan kafla og komst í 6-5. Anna Soffia jafnaði hins vegar í 6-6 og sigraði svo oddalotuna 8-6 og fagnaði því Íslandsmeistaratitlinum.

Fyrr um daginn mættust þær Anna Soffia og Hjördís Rósa í úrslitum 16 ára og yngri og þar hafði Hjördís Rósa betur 9-2.

F.v. Raj, Rafn Kumar, Hinrik og Magnús

Í tvíliðaleik karla í meistaraflokki urðu feðgarnir Rafn Kumar Bonifacius og Raj K. Bonifacius úr Víkingi Íslandsmeistararar. Þeir sigruðu þá þeir Hinrik Helgason og Magnús Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs í tveimur settum 6-0 og 6-1 í úrslitaleiknum.

Keppni hefur ekki verið lokið í meistaraflokki í tvíliðaleik kvenna og tvenndarleik. Íslandsmótið mun klárast núna á næstu 12 dögum. Hægt er að fylgjast með öllum úrslitum á mótinu með því að smella á neðangreinda tengla.

Íslandsmót Innanhúss 2014, Meist fl. Karlar einlið
Íslandsmót Innanhúss 2014, Meist.fl. Kvenna Einlið
Islandsmót Innanhúss 2014, Meist. fl. Karlar tvíli
Íslandsmót Innanhúss 2014, Meist fl. Kvenna Tvílið
Íslandsmót Innanhúss 2014, Meist fl. Tvenndar
Íslandsmót Innanhúss 2014, 30 ára Karlar einliða
Íslandsmót Innanhúss 2014, 40 ára Karlar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 30 ára Kvenna tvíliða
Ísl.mót Innanhúss, 10 ára börn einliða
Ísl.mót Innanhúss, 14 ára strákar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 16 ára strákar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 18 ára strákar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 12 ára strákar einliða
Ísl.mót Innanhúss, 12 ára stelpur einliða
Ísl.mót Innanhúss, 14 ára stelpur einliða
Ísl.mót Innanhúss, 16 ára stelpur einliða
Ísl.mót Innanhúss, 18 ára stelpur einliða
Ísl.mót Innanhúss, 12 ára tvíliða
Ísl.mót Innanhúss, 14 ára tvíliða