Anton fyrsti íslendingurinn sem sigrar á Evrópumóti 14 ára og yngri

Anton sigraði á Evrópumótinu í flokki 14 ára og yngri

Evrópumót U14 og U16 ára í tennis hefur staðið yfir hérlendis síðustu daga í Tennishöllinni í Kópavogi og lauk keppni síðastliðinn sunnudag en um 90 ungmenni á aldrinum 11-19 ára frá 19 Evrópuþjóðum öttu kappi á mótinu.

Anton J. Magnússon úr Tennisfélagi Kópavogs varð þá fyrsti íslendingurinn til að sigra á Evrópumóti í tennis en hann fagnaði sigri í einliðaleik karla í flokki 14 ára og yngri eftir sigur á Dmitry Kuraksin frá Rússlandi í úrslitaleik 6-4 og 6-3.

Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs, sem er einungis 11 ára gömul, varð yngsti tennisspilari Íslands til að vinna sér inn tenniseurope stig með sigri í fyrstu umferð í einliðaleik kvenna 14 ára og yngri. Hún fagnaði 6-2 6-3 sigri gegn Loora Kaljaste frá Eistlandi. Í annarri umferð tapaði hún í jöfnum leik á móti seed 1 í mótinu Anastasia Sizova frá Rússlandi 6-2 6-3 sem er númer 218 í Evrópu í U14.

Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar sigraði Elisaveta Vaizova frá Rússlandi 6-2 6-4 í flokki 16 ára og yngri í fyrstu umferð. Hún tapaði svo 6-3 6-3 gegn seed 1 Ekaterina Trashchenko frá Eistlandi.

Sofia Sóley varð yngsti tennisspilari til að sigra í einliðaleik á Evrópumóti 14 ára og yngri

Samantekin úrslit í mótinu voru þessi:

14 ára stelpur einliðaleikur
Santa Strombach frá Þýskalandi sigraði MariyuPonomarevu frá Rússlandi í úrslitum  6:4, 4:6, 6:2

14 ára strákar einliðaleikur
Anton Magnússon úr TFK frá Íslandi sigraði Dmitry Kuraksin frá Rússlandi í úrslitum 6:4, 6:3.

16 ára stelpur einliðaleikur
Anna Ukolova frá Rússlandi sigraði Ekaterina Trashchenko frá Rússlandi í úrslitum 7:5, 6:0

16 ára strákar einliðaleikur
Robert Strombach frá Þýskalandi sigraði Alessandro Coppini frá Ítalíu í úrslitum 6:4, 6:1

14 ára stelpur tvíliðaleikur
Saara Orav frá Eistlandi og Anastasia Sizova frá Rússlandi sigruðu Vikorija Banaityte frá Litháen og Söntu Strombach frá þýskalandi í úrslitum 6:7, 6:1, 10:5

14 ára strákar tvíliðaleikur
Ilya Filichev og Dmitry Kuraksin frá Rússlandi sigruðu Moritz Erpel og Philippe Roderich Matei frá Þýskalandi með því að þjóðverjarnir þurftu að gefa úrslitaleikin vegna meiðsla.

16 ára stelpur tvíliðaleikur
Ekaterina Trashchenko og Anna Ukolova frá Rússlandi sigruðu Valeriyu Olyanovkskaya og Önnu Tselykovskayu einnig frá Rússlandi í úrslitum 6:3, 6:1

16 ára strákar tvíliðaleikur
Julius Bastian og Robert Stromback frá Þýskalandi sigruðu Robin Schaefer og Jasper Felix Schiefer frá Þýskalandi í úrslitum 6:1, 6:1.

Öll nánari úrslit úr mótinu má sjá hér fyrir neðan: