Laurent Jegu vann fyrsta mótið í TSÍ – ITF ITN mótaröðinni

Laurent Jegu hjá Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur, bar sigur úr býtum á fyrsta tennismótinu í nýju TSÍ – ITF ITN mótaröðinni. TSÍ – ITF ITN mótaröðin er samvinnuverkefni milli Tennissambands Íslands (TSÍ) og Alþjóða tennissambandsins (ITF) þar sem keppendur eru skráður í mót samkvæmt þeirra “International Tennis Number” (ITN) og verða samtals tíu mót, fimm núna í sumar. Markmið með ITN styrkleikaflokknum er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri umferð. Allir nýir þátttakendur fá ITN númer miðað við mat mótsstjórans og svo verður númerið uppfært eftir mótið.

Í úrslitaleik keppti Laurent við Eliot B. Robertet, Tennisfélagi Kópavogs, og vann 6-0, 7-5. Fyrsta settið var frekar einhliða, en svo byrjaði Eliot talsvert betur í seinna settinu og leiddi 4-1. En Laurent náði svo að spila af meira öryggi og smám saman jafna leikinn og vann á sínum þriðja leikbolta. Í þriðja sæti mótsins var Oscar Mauricio Uscategui, Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur, sem hafði betur í lokin gegn Ömer Daglar Tanrikulu hjá Víking, í tæplega þriggja klukkutíma leik, 2-6, 6-1, 6-4.

Til að fylgja fyrirmælum heilbrigðisyfirvalda hefur næstu mótum í mótaröðinni vera frestað til mánudagsins, 17. ágúst og ennþá er hægt að skrá sig hér