TSÍ – ITF mótaröð hefst mánudaginn, 27. júlí

Í samstarfi við Alþjóða Tennissambandið verður Tennissamband Íslands með mótaröð og fimm þeirra á næstunni – þrjú ITN opin mót og tvö ITN U18 mót á tennisvöllum Víkings.

Fyrstu mót hefst mánudaginn, 27. júlí og verður þátttökugjald 1.000 kr. / mót.   Keppendur sem taka þátt fá einn happdrættis miða fyrir hvern leik sem þau keppa í mótaröðinni.   Í lok mótaröðinni  verður svo haldið lokahóf með matur og happdrætti að verðmæti 100.000 kr. í tennisvörum –

  • 1 x Roger Federer Pro Staff – Rod Laver limited edition tennisspaði,  verðmæti 40.000 kr.;
  • 5 x Luxilon Alu Power strengingar, verðmæti 35.000 kr.
  • 10 x Wilson DTB tennisbolta dós, verðmæti 15.000 kr.
  • 5 x Wilson töskur, verðmæti 10.000 kr.

Endilega verið þið með, skráningaform er hér fyrir neðan.  Ef það vakna spurningar, vinsamlega hafa samband í síma 820-0825