TSÍ dómara- og þjálfaranámskeið í ágúst

Tennisamband Íslands í samstarfi við Alþjóða Tennissambandið heldur sérstök dómara- og þjálfaranámskeið núna í ágúst.

Bæði námskeiðin eru haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og á tennisvöllum Víkings. Námskeiðin eru að kostnaðarlausu og pizza í boði fyrir þátttakendur.

TSI – ITF Dómaranámskeið í tennis, 15.-16. ágúst
Dómaranámskeiðið er með áherslu á stóldómgæslu á laugardaginn, 15. ágúst (Íþróttamiðstöðinni í Laugardal) og sunnudaginn, 16.ágúst (tennisvellir Víkings) frá kl. 10-13.30 báða dagana.. Kennari námskeiðsins er Raj K. Bonifacius, tæknistjóri TSÍ og alþjóða dómari.

TSI – ITF Þjálfaranámskeið í tennis, 22.-23. ágúst
Þjálfaranámskeiðið er með áherslu á kennslu fyrir byrjendur laugardaginn, 22. ágúst (Íþróttamiðstöðinni í Laugardal) og sunnudaginn, 23. ágúst (tennisvellir Víkings) frá kl. 10-13.30 báða dagana. Kennari námskeiðsins er Raj K. Bonifacius, tæknistjóri TSÍ og alþjóða þjálfari.