Month: March 2014
Anna Soffia og Rafn Kumar Íslandsmeistarar innanhúss 2014
Íslandsmóti innanhúss lauk í gær með úrslitaleikjum í meistaraflokki karla og kvenna. Þá voru krýndir nýir Íslandsmeistarar bæði í karla- og kvennaflokki. Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings varð Íslandsmeistari innanhúss í karlaflokki og Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs varð Íslandsmeistari innanhúss í kvennaflokki.
Keppt í úrslitum á Íslandsmóti innnahúss kl 15:30 í dag
Keppt verður í úrslitum í meistaraflokki karla og kvenna kl 15:30 í Tennishöllinni í Kópavogi á Íslandsmóti innanhúss. Úrslitaleikir í barna- og unglingaflokkum fara fram frá kl 8:30-13:30 í Tennishöllinni Kópavogi í dag. Í meistaraflokki karla mætast feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius
Mótskrá – Íslandsmót innanhúss 25.-30.mars 2014
Íslandsmót innanhúss verður haldið 25.-30. mars næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Mótskrá má finna með því að smella á tenglana hér fyrir neðan: Read More …
Sjálfboðaliðar Smáþjóðaleikar 2015 – Skráning
Fyrsti undirbúningsfundur vegna Smáþjóðaleikanna 2015 var haldinn síðastliðinn sunnudag. Fundurinn gekk vel og hægt er að nálgast kynninguna frá fundinum hér. Tennissambandinu vantar sjálfboðaliða í fjögur mismunandi störf:
Stóladómarar (18 ára og eldri)
Línudómarar (16 ára og eldri)
Boltasækjendur (11 ára og eldri)
Afgreiðsla (16 ára og eldri) Read More …
Íslandsmót innanhúss 25.-30.mars 2014
Íslandsmót innanhúss verður haldið 25.-30. mars næstkomandi í Tennishöllinni í Kópavogi. Keppt verður í eftirfarandi flokkum: Mini tennis fyrir þau yngstu (fædd árið 2002 eða seinna) Einliðaleikur Barna- og unglingaflokkar 10, 12, 14, 16, 18 ára og yngri. Einliða- og tvíliðaleikur Meistaraflokkur karla og kvenna.
Árshátíð TSÍ 5.apríl 2014
Árshátíð Tennissamband Íslands verður haldin laugardaginn 5.apríl á Sólon, 2.hæð. Húsið verður opnað kl. 19.00 með fordrykk, dagskráin hefst kl 19.45. Auglýsinguna má sjá hér. Read More …
Aldursflokkamót Babolat
Mótskrá í aldursflokkamóti Babolat í 10 ára og yngri, 14 ára og yngri og í meistaraflokki/ITN flokki má sjá hér. Mótskrá fyrir 12 ára og yngri, 16 ára og yngri og öðlingaflokka má sjá hér. Read More …
Alþjóðlegi tennisdagurinn haldinn í annað sinn
Alþjóðlegi tennisdagurinn var haldinn hátíðlegur í Tennishöllinni í Kópavogi í dag. Í tilefni dagsins var krökkum frá Klettaskóla boðið að koma ásamt landsliðskrökkum Íslands í tennis. Luigi Bartolozzi, starfsmaður skólans og tennisþjálfari hefur verið að þjálfa krakka í Klettaskóla einu sinni í viku og verið
Alþjóðlegi tennisdagurinn 3.mars 2014
Alþjóðlegi tennisdagurinn verður haldinn í annað skipti frá upphafi mánudaginn 3.mars 2014. Markmið með deginum er koma tennis á framfæri og auka þátttöku ungra tennisspilara út um allan heim Miðpunktur dagsins verða tennissýningar í New York, London og Hong Kong þar sem núverandi og fyrrverandi