Alþjóðlegi tennisdagurinn haldinn í annað sinn

Alþjóðlegi tennisdagurinn var haldinn hátíðlegur í Tennishöllinni í Kópavogi í dag. Í tilefni dagsins var krökkum frá Klettaskóla boðið að koma ásamt landsliðskrökkum Íslands í tennis.

Luigi Bartolozzi, starfsmaður skólans og tennisþjálfari hefur verið að þjálfa krakka í Klettaskóla einu sinni í viku og verið óþreytandi við að styrkja bönd skólans við íþróttina síðastliðin ár. Dagurinn var settur með göngu krakkanna með íslenska fánanum undir þjóðsöngnum ásamt nokkrum stuttum ræðum og gjöfum frá Tennissambandi Íslands til Klettaskóla. Þá var tennis leikinn með ýmsum tilbrigðum þar sem skemmtanagildið var í forgrunni. Íslenska landsliðið sýndi listir sýnir ásamt því að leiðbeina nemendum Klettaskóla og taka þátt í æfingum og leikjum. Í lokin var öllum boðið uppá bollur í tilefni tennis- og bolludagsins.

Umfjöllun og myndir frá deginum má einnig sjá inn á klettaskoli.is. og itftennis.com