Árshátíð TSÍ – Arnar og Iris valin tennismaður og tenniskona ársins

Sandra Dís Kristjánsdóttir - Efnilegasti tennisspilarinn 2008

Sandra Dís Kristjánsdóttir Efnilegasti tennisspilarinn 2008

Fyrsta árshátíð Tennissamband Íslands var haldin með pompi og pragt á Café Easy í Laugardalnum síðastliðinn laugardag. Arnar Sigurðsson  og Iris Staub úr Tennisfélagi Kópavogs voru valin tennismaður og tenniskona ársins en þau eru bæði núverandi íslandsmeistarar utanhúss.

Sandra Dís Kristjánsdóttir var valin efnilegasti tennisspilarinn árið 2008 og er það því annað árið í röð sem hún hlýtur þann titil.

Eirdís Heiður Chen Ragnarsdóttir var valin efnilegasta tenniskonan árið 2009 og Kjartan Pálsson var valinn efnilegasti tennisspilarinn árið 2009. Hægt er að sjá val á efnilegustu tennisspilurum frá árinu 2003 hér.

Skjöldur Vatnar Björnsson formaður Tennissamband Íslands var heiðraður fyrir áratug í starfi en hann hefur gegnt formennsku í 10 ár.