5.Stórmót TSÍ lauk á mánudaginn með metþáttöku í mini tennis

5stormotTSI2009_minitennis

Mini tennis þátttakendurnir

5. Stórmót TSÍ lauk á mánudaginn með metþáttöku í mini tennis. Tuttugu og fimm krakkar tóku þátt í mini tennis og voru sumir að keppa í fyrsta sinn. Heba Sólveig Heimisdóttir vann mini tennismótið eftir hörku úrslitaleik á móti Miljönu Ristic sem fór 7-6 fyrir Hebu.

Mikið var af óvæntum úrslitum í mótinu. Tvær stelpur unnu níu leiki í röð, þær Hjördís Rósa Guðmundsdóttir og Eirfinna Mánadís Chen. Vladimir Ristic vann fjóra leiki í röð og toppaði frammistöðu sína með því að sigra Sverri Bartolozzi sem er 45 sætum fyrir ofan Vladimir á ITN styrkleikalistanum. Greinilega mikið af ungum og efnilegum tennisspilurum á uppleið.

Raj Bonifacius úr Víkingi sigraði Andra Jónsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar í úrslitum ITN styrkleikaflokks einliðaleik. Raj sigraði Andra 6-3 og 6-1. Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs varð í þriðja sæti með því að sigra Rúrik Vatnarsson úr Víkingi 6-2 og 6-0.  Í tvíliðaleik sigruðu Hinrik Helgason og Sverrir Bartolozzi þá Ragnar Már Garðarsson og Daníel Vilberg Ævarsson 9-1 í úrslitum. Mótið tókst í alla staði mjög vel og þáttakan var mjög góð.

Nánari úrslit má sjá hér fyrir neðan:

ITN Styrkleikaflokkur – einliðaleikur