14 ára og yngri landsliðið keppir á Þróunarmeistaramóti Evrópu

Frá hægri: Tómas Andri, Sofia Sóley og Brynjar Sanne

Frá hægri: Tómas Andri, Sofia Sóley og Brynjar Sanne

Tómas Andri Ólafsson úr Tennisfélagi Garðabæjar, Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs og Brynjar Sanne Engilbertsson úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar voru valin til að keppa fyrir Íslands hönd á Þróunameistararmóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri. Mótið er haldið í Antalaya í Tyrklandi og stendur yfir næstu tvær vikurnar eða frá 5.-20. mars. Jón Axel Jónsson landsliðsþjálfari er með þeim í för.