Sofia Sóley í undanúrslit í tvíliðaleik í 14 ára og yngri Þróunarmótinu

Sofia Sóley (til vinstri) ásamt meðspilara sínum frá Möltu

Sofia Sóley (til vinstri) ásamt meðspilara sínum frá Möltu

Brynjar Sanne Engilbertsson, Tómas Andri Ólafsson og Sofia Sóley Jónasdóttir eru öll stödd í Antalya, Tyrklandi þar sem þau taka þátt í 14 ára og yngri Þróunarmótaröð Tennis Europe. Um er að ræða mót þar sem 32 keppendum frá hinum svokölluðu þróunarlöndum í tennis er boðið að taka þátt. Keppnin samanstendur af tveimur mótum, þar sem keppt er um öll sæti í báðum mótunum.

Mótaröðinni lauk síðastliðin föstudag og náðu Íslendingarnir að knýja fram 5 sigra af 17 leikjum gegn sterkum andstæðingum, sem má teljast flottur árangur miðað við að vera minnsta þjóðin í keppninni. Sofia Sóley Jónasdóttir tókst að ná þeim glæsilega árangri að komast alla leið í undanúrslit í tvíliðaleik þar sem hún spilaði með Francescu Curmi frá Möltu. Þetta er í fyrsta skiptið sem Íslendingur kemst svona langt í tvíliðaleik í þessu móti.

Brynjar Sanne Engilbertsson

Brynjar Sanne Engilbertsson

Eftirfarandi eru öll úrslit  íslensku keppendanna:

ATH. Tölur í sviga bakvið nöfn keppenda er „ranking“ viðkomandi leikmanns í U14 flokk í Evrópu.

Einliðaleikur

Brynjar Sanne Engilbertsson (24.sæti)

Tap vs Vedran Radonjin (173), Makedónía 6-0 6-0
Sigur vs Diell Mehmedi (524), Kósóva 6-1 6-0
Tap vs Martin Muedini (523), Albanía 6-0 6-1
Tap vs Arda Azkara (208), Tyrkland 6-0 6-1
Tap vs Bleron Ukehaxhaj, Kósóvó 6-3 6-7 2-6

Tómas Andri Ólafsson (22.sæti)

Tap vs Leo Puljic (262), Bosnía 6-0 6-1
Tap vs Matas Vasilauskas (83), Litháen 6-0 6-0
Sigur vs Bleron Ukehaxhaj, Kósóvó 7-5 6-4
Tap vs Arda Azkara (208), Tyrkland 6-3 6-3

Tómas

Tómas Andri Ólafsson

Sofia Sóley Jónasdóttir (26.sæti)

Tap vs Evelina Martirosyan (579), Armenía 7-6 6-4
Tap vs Lya Salukvadze (446), Georgía 6-2 6-4
Sigur vs Anda Kadia (579), Albanía 3-6 6-1 6-2
Tap vs Umayra Hashimova (347), Aserbadsjan 6-2 6-2

Tvíliðaleikur:

Brynjar Sanne Engilbertsson og Tómas Andri Ólafsson

Tap vs Danila Kharou (262) & Mikhail Kniazeu (53), Hvíta Rússland 6-1 6-0

Sofia Sóley Jónasdóttir og Francesca Curmin frá Möltu

Sigur vs Nikoleta Jevtovic (328) & Sofija Radjenovic (471), Svartfjallalandi 6-3 6-2
Sigur vs Melin Onkaya (246) & Christina Stylianides (374), Kýpur 6-2 2-6 10-8
Tap vs Sofi Brich (113) & Viktoria Kanapatskaya (61), Hvíta Rússland 6-3 7-5

Sofia Sóley Jónasdóttir

Sofia Sóley Jónasdóttir