Æfinga- og keppnisferð til Danmerkur

Fyrir viku síðan kom íslenska unglingalandsliðið heim úr æfinga- og keppnisferð frá Danmörku. Um var að ræða 12 daga ferð sem skipulögð var af Tennisfélagi Kópavogs þar sem liðið bjó og æfði í Birkerød tennisklúbbnum og ferðaðist um Kaupmannahafnarsvæðið til að keppa í dönsku mótaröðinni.
Stærstur hluti liðsins samanstóð af 14 ára og yngri landsliðinu. Þar að auki mættu Sara Lind Þorkelsdóttir og Anna Soffía Grönholm. Jón Axel Jónsson, landsliðsþjálfari, stjórnaði hópnum með aðstoð frá Herianty Novitu Seiler.

dsc_6739

Efri röð frá vinstri: Anna Soffía Grönholm, Eliot Roberted, Alex Orri Ingvarsson, Elmar Beckers, Kjartan Örn Styrkársson, Jón Axel Jónsson Neðri röð frá vinstri: Gerorgina Athena Erlendsdóttir, Sofia Sóley Jónasdóttir, Valtýr Páll Stefánsson, Tómas Andri Ólafsson, Brynjar Sanne Engilbertsson. ATH. Söru Lind Þorkelsdóttur vantar á myndina.

Íslensku krakkarnir stóðu sig öll frábærlega og gáfu ekkert eftir gegn Dönunum. Þau kepptu í yfir 40 leikjum í heildina og náðu góðum árangri. Þar ber þó helst að nefna sigur Sofiu Sóleyjar Jónasdóttur (TFK) í 16 ára og yngri flokki í „Farum Efterårs Cup“ þar sem hún bar sigur úr býtum 6-3 6-4 gegn Önnu H. Bodskov. Sara Lind Þorkelsdóttir (Fjölni) komst einnig í undanúrslit í sama móti.

sofia_soley1 sofia_soley2 sofia_soley4

Hjá strákunum ber helst að nefna árangur Eliots Roberted (TFK) þar sem hann fór alla leið í undanúrslit í stórum 14 ára og yngri flokki í „Head Autumn Talent“ mótinu en þurfti að lúta í lægra haldi í hörkuleik 6-4 6-2 á móti Noah Byrgesen sem stóð svo uppi sem sigurvegari mótsins.

Leikreynslan sem krakkarnir fengu á þessum tíma var gríðarlega mikil og mun vafalaust nýtast þeim töluvert á tennisvellinum í komandi framtíð.

Nánari upplýsingar um úrslit mótanna má finna á eftirfarandi slóð:
http://www.tennis.dk/Sektioner/Turnering/Ranglister/Resultatsoegning.aspx
Veljið rétt nafn móts og ýtið á „søg“ eða skrifið nafn spilara í dálkinn fyrir ofan og ýtið á „søg“ engir íslenskir stafir).