Íslenska EYOF tennisliðið komin til Maribor

Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (EYOF) er að hefjast á morgun fyrir tennis krökkum og er keppnin fyrir evrópsk ungmenni á aldrinum 14 -15 ára.   Framkvæmdastjórn ÍSÍ hefur staðfest íslenska hópinn sem fer á hátíðina og keppir fyrir Íslands hönd og í tennis verður þau Andri Mateo Uscategui, Hildur Eva Mills, Íva Jóvisic og Ómar Páll Jónasson.    Samtals er Íslenska hópurinn 55 manns, þ.m.t. keppendur, þjálfara og aðra í teymi íslenska liðsins. Keppendur verða 35, 26 drengir og 9 stúlkur. Keppt verður í 11 greinum á hátíðinni, þ.e. áhaldafimleikum, frjálsíþróttum, körfubolta 3×3, handknattleik, júdó, fjallahjólreiðum, götuhjólreiðum, hjólabrettum, sundi, tennis og blaki, en íslenski hópurinn tekur aðeins þátt í sex greinum, þ.e. fimleikum, frjálsíþróttum, handknattleik, júdó, sundi, og tennis.

Það er hægt að fylgjast með úrslit mótsins hér – https://eyof-maribor.com/en/schedule-and-results/