Rafn Kumar keppir á mótaröð danska tennissambandsins

rafn_svartfjallaland

Rafn Kumar keppir á mótaröð danska tennissambandsins

Rafn Kumar Bonifacius landsliðsmaður er staddur í Danmörku þessa dagana þar sem hann er að keppa á mótaröð Danska tennissambandsins. Hann komst í gegnum forkeppni á KB Erhvervsklub Cup mótinu eftir að hafa unnið tvo leiki, á móti André Biciusca Meinertz (nr.79) 6-0, 6-2 og Christian Johannes Nørgaard (nr.106) 6-1, 6-1. Í fyrstu umferð aðalkeppninnar vann hann Axel Cronje (nr.12) 7-5, 6-1. Cronje var fjórði sterkasti keppandi mótsins. Hann tapaði svo fyrir norska landsliðsmanninum Fredrik Ask 6-4 og 6-3 í 16 manna úrslitum sem er númer 2.130 á ATP heimslistanum. Úrslit úr mótinu er hægt að sjá hér.

Það er nóg að gera hjá landsliðsmanninum sem keppir fyrir Birkerod tennisklúbbinn en þeir mæta Hörsholm-Ringsted í liðakeppni næstkomandi laugardag. Næsta einliðaleiksmót hjá honum verður VST Cup 15.maí.