Raj sigraði LUXILON mótið

Fjórða mótið, LUXILON mótið, í sumarmótaröð Víkings kláraðist síðastliðinn fimmtudag. Þá mættust feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius báðir úr Tennisdeild Víkings í úrslitaleik mótsins. Raj sigraði son sinn Rafn Kumar 6-2 og 6-2 og hefur þar með unnið öll fjögur mótin í

Babolat tennismótið frestað til haustsins

Ákveðið hefur verið að fresta Babolat tennismótinu til haustsins vegna ónógrar þátttöku. Þeir krakkar sem voru búnir að skrá sig í mótið er bent á að það er fullt af lausum völlum um helgina og þeim er velkomið að skipuleggja æfingaleiki sín á milli og nota vellina.

Grunnstigs þjálfaranámskeið TSÍ 19.-20 maí 2012

Grunnstigs þjálfaranámskeið Tennissamband Íslands verður haldið 19.-20. maí næstkomandi. Námskeiðið verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Laugardal, Engjaveg 6, 104 Reykjavík, 3.hæð salur C og á Tennisvöllum Víkings, Traðarlandi 1, 108 Reykjavík. Kennari á námskeiðinu er tennisþjálfarinn Raj K. Bonifacius (s.820-0825). Lágmarksaldur á námskeiðið er 13 ára.