Íslenska U18 karla keppir á Junior Davis Cup

Hinrik og Rafn Kumar ásamt Raj liðstjóra

Nú stendur yfir keppni í 16-18 ára flokki (f. 1994-1995) í Junior Davis Cup í fjórum þjóðlöndum Evrópu.

Forkeppni fer fram 1.-3. ágúst og er keppt í fjórum riðlum. Ísland er í D-riðli.

Riðill A: Opava, Tékklandi: Búlgaria, Króatía, Tékkland, Ítalía, Portúgal og Tyrkland.

Riðill B: La Rochelle, Frakklandi: Hvíta-Rússland, Frakkland, Ungverjaland, Ísrael, Moldovía, Rúmenia og Svíþjóð.

Riðill C: Wroclaw, Póllandi: Þýskaland, Grikkland, Pólland, Rússland, Serbía og Slóvenia.

Riðill D: Piestany, Slóvakíu: Bosnía & Herzegóvina, Stóra Bretland, Ísland, Holland, Slóvakía, Spánn og Úkraína.

Úrslit verða 6.-8. ágúst í Feneyjum.

Sjá frekar á eftirfarandi vefslóð.

Hinrik Helgason og Rafn Kumar Bonifacius keppa fyrir Íslands hönd í Piestany, Slóvakíu. Raj Bonifacius er þjálfari.

Strákarnir keppa á morgun á móti Úkraínu kl.10 á staðartíma. Keppt er bæði í einliða- og tvíliðaleik.