Iris og Birkir Íslandsmeistarar

Iris varð Íslandsmeistari í sjöunda sinn

Íslandsmóti utanhúss í meistaraflokki karla og kvenna lauk í dag með úrslitaleikjum í einliðaleik karla og kvenna.

Í úrslitaleik einliðaleik kvenna mættust Iris Staub og Anna Soffia Grönholm báðar úr Tennisfélagi Kópavogs. Iris sigraði örugglega 6-0 og 6-3 og varð þar með Íslandsmeistari í sjöunda sinn.

Í úrslitaleik einliðaleik karla mættust Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings í úrslitaleiknum. Birkir sigraði 6-2 og 6-2 og varð þar með Íslandsmeistari utanhúss í fyrsta sinn. Þar með lauk 15 ára sigurgöngu Arnars Sigurðssonar sem var ekki með að þessu sinni. Í þriðja sæti var Rafn Kumar Bonifacius úr Tennisdeild Víkings sem sigraði Magnús Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs 6-1 og 6-2.

Í úrslitaleik tvíliðaleik kvenna urðu Iris Staub og Sandra Dís Kristjánsdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs Íslandsmeistarar. Þær sigruðu Stellu Rún Kristjánsdóttur og Mayu Staub 6-1 og 6-1.

Keppni í tvenndar- og tvíliðaleik karla er ekki lokið vegna veikinda og meiðsla leikmanna en verður spilað í næstu viku.

Öll önnur úrslit úr mótinu má sjá hér.

Íslandsmót utanhúss í barna-,unglinga- og öðlingaflokki hefst á morgun.

Birkir varð Íslandsmeistari utanhúss í fyrsta skipti