Spennandi undanúrslitaleikir í dag 28. mars!

Það er búið að vera nóg um að vera á Kópavogur Open síðustu daga. Garima Kalugade hefur náð merkum árangri en í dag keppir hún í undanúrslitum með tvo sigra að baki í einliðaleiknum. Fyrst sigraði hún Viktoriu Soier frá Austurríki en leikurinn sem tryggði henni sæti í undanúrslitunum var á móti Agata Konarska #346 en leikurinn fór 6-4, 4-6, 6-2. Næsti leikur Garimu hefst fyrir hádegi í dag 28. mars en þá mætir hún Söndru Ciobica #373 frá Rómaníu.

Garima vann sömuleiðis fyrsta tvíliðaleikinn sinn en hún og Amelía frá Eistlandi mættu grísku Moniku og spænsku Blöncu #2064 í leik sem fór 6-0, 6-2. Þær töpuðu hins vegar næsta leik naumlega 6-4, 6-4 á móti Austurrísku Agötu #346 og Marie #250.

Daniel Pozo spilaði einnig spennandi tvíliðaleik með svissneska Léo Carol en þeir máttu lúta í lægra haldi á móti Ítölunum Ivo #855 og Riccardo #1317 í leik sem fór 4-6, 6-2, 10-5. Andri Mateo og Ómar Páll mættust síðan í virkilega spennandi tvíliðaleik en Ómar spilaði með Spánverjanum Alvaro #2543 en Andri með ísraelska Kai #2595 en leikurinn fór 5-7, 6-3, 10-8 fyrir Andra og Kai.

Iva Jovisic keppti síðan sinn fyrsta leik í gær en þar mætti hún austurrísku Marie Charlotte #250 í leik sem fór 6-0, 6-1 fyrir Marie. Iva og Saulé Zukauskaite spiluðu síðan sinn fyrsta tvíliðaleik á móti austurrísku Viktoriu og Floru en þær fengu leikinn gefinn í stöðunni 1-1 og héldu þannig áfram í næstu umferð.

Gabríela Steinarsdóttir og Joyceline Banaya kepptu einnig saman í tvíliðaleik en þær mættu þeim austurrísku Önnu #1377 og Lara #359 í leik sem fór 6-0, 6-0 fyrir þeim síðarnefndu.

Ómar, Andri og Daniel kepptu síðan í B-keppni, Ómar mætti ítalska Riccardo #1317 í leik sem fór Riccardo í vil. Andri mætti síðan ítalska Ivo #855 en leikurinn fór 6-2, 6-2 fyrir Ivo. Daniel Pozo spilaði síðan spennandi leik á móti portúgalska Rafael en leikurinn fór 6-1, 1-6, 10-3 fyrir Daniel.

Íva og Saule keppa síðan í undanúrslitum í tvíliðaleik seinna í dag en þar mæta þær Agata og Marie frá Austurríki!

Hér má sjá helstu úrslit!

Allir velkomnir að koma að fylgjast með spennandi leikjum í Tennishöllinni í dag!