Kópavogur Open hafið!

Evrópumótið Kópavogur Open hefur farið vel af stað en fyrstu leikirnir hófust í gær. Fjölmargir íslenskir krakkar eru að taka þátt í mótinu en í heildina eru keppendur rúmlega 50. Keppnin fór virkilega vel á stað hjá þeim Garimu Kalugade #1084, Saulé Zukauskaite og Joyceline Banaya sem allar unnu sinn fyrsta leik! Saulé mætti eistnesku Kimberly í spennandi leik sem fór 6-7, 6-2, 6-0 fyrir Saulé. Joyceline tók sömuleiðis sinn fyrsta leik en hún mætti Gabríelu Steinarsdóttur í leik sem fór 6-1, 6-0. Garima spilaði síðan sinn fyrsta leik í dag sem fór henni í vil 6-1, 6-3 en hún keppti á móti Viktoriu Soier #430 frá Austurríki. Við óskum þeim til hamingju með þennan frábæra árangur og hlökkum til að fylgjast með þeim í næstu leikjum!

Strákarnir okkar kepptu einnig virkilega spennandi leiki á evrópumótinu. Daniel Pozo var fyrstur að hefja keppni en hann mætti bretanum Daniel #2074  og þurfti að lúta í lægra haldi en leikurinn fór 6-0, 6-0. Það var sömu sögu að segja frá leik Andra Mateo Uscategi Oscarsson #1950 sem mætti Herkus #1188 frá Litháen í leik sem fór 6-1, 6-1. Ómar Páll Jónasson #1950 spilaði síðan virkilega spennandi leik á móti svíanum Christopher #1905 í leik sem fór 6-2, 7-6, 6-7 og var virkilega mjótt á munum undir lokin. Jóhann Ingimarsson mætti síðan Pavel #371 í leik sem fór 6-0, 6-0 fyrir Pavel.

Það er nóg af spennandi leikjum framundan, í bæði einliða- og tvíliðaleik og hvetjum við alla að koma að fylgjast með þessum flottu ungu spilurum.

Hér má sjá helstu úrslit og sæti spilaranna á evrópska stigalistanum