Upplýsingar frá aðildarfélögum um útbreiðslu og kynningarmál

Í fjárhagsáætlun TSÍ er gert ráð fyrir styrk til aðildarfélaga vegna útbreiðslu og kynningarmála og verður það með svipuðu sniði og var vegna ársins 2022.

Við hjá TSÍ köllum því eftir upplýsingum frá aðildarfélögum um útbreiðslu og kynningarmál á árinu 2023 ásamt útlögðum kostnaði.

Einnig væri fróðlegt að heyra hvort, og þá hvernig, þessi vinna skilaði sér inn í starfsemina, m.a. í formi fjölda (fjölgun/minnkun) iðkenda.

Umsóknarfrestur er til og með miðvikudeginum 5. janúar 2024 og skal skilað til stjórnar Tennissambands Íslands á stjorn@tsi.is