Fyrirlesturinn Óstöðvandi Íþróttafólk – 4. nóvember

Laugardaginn 4. nóvember milli kl. 13:00 til 14:30 fer fram fyrirlesturinn ÓSTÖÐVANDI ÍÞRÓTTAFÓLK í Afreksbúðum ÍSÍ. Fyrirlesarinn, Bjartur Guðmundsson, er leikari að mennt og fyrrum afreksmaður í taekwondo. Hann mun fjalla um leiðir til að virkja mátt hugans og tilfinninga til að hámarka frammistöðu, árangur og ánægju við íþróttaiðkun og keppni. Hér er á ferðinni áhugaverður og skemmtilegur fyrirlestur fyrir upprennandi afreksíþróttafólk.

Við hvetjum ykkur öll til þess að nýta þetta tækfæri og mæta í Laugardalinn að húsakynnum ÍSÍ, þriðja hæð, C-salur.  Þau sem ekki geta mætt á staðinn geta fylgst með í beinu streymi en þau ykkar sem eruð nálægt höfuðborgarsvæðinu eruð hvött til þess að mæta á staðinn. Fyrirlesturinn er ætlaður þátttakendum á aldrinum 15 til 18 ára en allir sem hafa áhuga og tengjast afreksstarfi sérsambanda eru velkomnir. Þátttaka er frí en skráning á fyrirlesturinn fer fram HÉR.