Minningarmót um Braga Leif Hauksson

Minningarmót um Braga Leif Hauksson
(f. 24.02.1959 d. 20.6.2023)
Tennisvöllum Þróttar í Laugardalnum laugardaginn, 12. ágúst kl. 14:00-16:00

Bragi glæddi tennisvellina lífi með skemmtilegri spilamennsku, öflugri tenniskynningu, hvatningu og dugnaði í tennisdeild Þróttar og Tennis-sambandi Íslands. Braga er sárt saknað innan tennissamfélagsins og viljum við minnast hans á tennisvöllum Þróttar á laugardaginn.

Í anda Braga verður skemmtimót sem hæfir öllum. Stuttir tvíliðaleikir með örum skiptingum og allir geta ráðið hve mikið þeir spila, óháð aldri og reynslu.

Nokkrir lánsspaðar verða á staðnum svo allir fái tækifæri til að grípa í spaða, nú eða bara hvetja aðra spilara og spjalla saman á vellinum.

Boðið verður upp á léttar veitingar, allir tennisfélagar, vinir og fjölskylda eru hvött til að mæta.

Hér má lesa minningarbrot um Braga og tennisfélga hans sem Indriði H. Þorláksson tók saman:
https://indridih.com/minnisblod/bragi-leifur-hauksson/

Allir velkomnir, frekar upplýsingar:
Steinunn Garðarsdóttir (steinunngard@gmail.com, 861 1828)