Dómaranámskeið 29.-31.ágúst

Dómaranámskeið verður haldið 29.-31.ágúst næstkomandi. Námskeiðið er fyrir alla fædda árið 1999 og fyrr sem áhuga hafa á að rifja upp tennisreglurnar og læra að dæma, bæði sem línudómari og stóldómari. Bæði er um bóklega og verklega kennslu að ræða. Bóklega kennslan verður kennd í Íþróttamiðstöðinni í Laugardalnum (Engjavegi 6, 104 Reykjavík) og verklega kennslan í Tennishöllinni (Dalsmári 13,200 Kópavogur)

  • Föstudaginn, 29.ágúst kl. 17 – 21 @ Íþróttamiðstöðin
  • Laugardaginn, 30.ágúst kl. 9 – 12.30 & kl. 14 – 18 @ Íþróttamiðstöðin
  • Sunnudaginn, 31.ágúst kl. 9 – 12.30 & kl. 14 – 17 @ Tennishöllin

Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn, 28.ágúst. Léttar veitingar verður í boði á öllum dögum námskeiðsins. Námskeiðið stendur öllum til boða og er að kostnaðarlausu.

Skráning er hér fyrir neðan , í síma 820-0825 og netfang raj@tennis.is

Leiðbeinandi námskeiðsins er Anders Wenngren, Yfirdómari Evrópska Tennissambandsins.

Skráningu á námskeiðið er lokið.
Listi yfir skráða þátttakendur.