Birkir og Hjördís Rósa vörðu Íslandsmeistaratitla sína

Birkir og Hjördís Rósa vörðu Íslandsmeistaratitla sína

Leikið var til úrslita í meistaraflokki karla og kvenna á Íslandsmóti utanhúss í gær. Birkir Gunnarsson úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar vörðu titla sína. Þetta er þriðja árið í röð sem Birkir er Íslandsmeistari og annað árið í röð sem Hjördís Rósa er Íslandsmeistari en hún hefur þrisvar sinnum orðið Íslandsmeistari utanhúss.

Birkir Gunnarsson mætti Rafni Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur í úrslitaleik karla. Rafn Kumar byrjaði betur og vann fyrsta settið 6-2. Birkir kom sterkur til baka og vann næstu tvö sett 6-2 og 6-1.

Í úr­slitaleik kvenna vann Hjör­dís Rósa sig­ur á Önnu Soffíu Grön­holm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hjördís Rósa sigraði örugglega í tveim­ur settum 6-1 og 6-4.

Í úrslitaleik tvíliðaleiks karla urðu Birkir Gunnarsson og Rafn Kumar Bonifacius Íslandsmeistarar. Þeir mættu Jónasi Páli Björnssyni og Davíð Elí Halldórssyni, báðir úr Tennisfélagi Kópavogs, í úrslitaleiknum og sigruðu örugglega 6-0 og 6-0.

Öll úrslit í Íslandsmótinu má sjá hér fyrir neðan en því lýkur á morgun með verðlaunafhendingu og léttum veitingum kl. 12 í Þróttarheimilinu.

Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Karlar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Kvenna Einliða
Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Karlar Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Kvenna Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, Meistaraflokk Tvenndarleik
Íslandsmót Utanhúss, Y50 Karlar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, Y30 Karlar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, Y30 Karlar Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, U18 Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, U18 Strákar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U18 Stelpur Einliða
Íslansdmót Utanhúss, U16 Strákar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U16 Stelpur Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U14 Tvíliða
Íslandsmót Utanhúss, U14 Strákar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U14 Stelpur Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U12 Strákar Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U12 Stelpur Einliða
Íslandsmót Utanhúss, U10 Einliða