Ísland endaði í 6.sæti á Davis Cup junior U18

Allir keppendur á mótinu

Ísland lauk keppni á HM í flokki 18 ára og yngri á Davis Cup junior í Piestany í Slóvakíu fyrr í dag. Íslenska landsliðið var skipað þeim Hinriki Helgasyni og Vladimir Ristic ásamt þjálfaranum Raj K. Bonifacius.

Sex lið tóku þátt auk Íslands en þau eru: Spánn, Frakkland, Bosnía Hersegóvína, Slóvakía, Ungverjaland og Serbía.

Leikin var útsláttarkeppni og lenti Ísland á móti Slóvakíu í fyrsta leik. Ísland tapaði 3-0 á móti Slóvakíu.

Hinrik Helgason

Hinrik Helgason spilaði fyrsta einliðaleikinn á móti Jakub Oravec frá Slóvakíu og tapaði 6-0 og 6-0.
Vladimir Ristic spilaði seinni einliðaleikinn á móti Matej Maruscak frá Slóvakíku og tapaði 6-1 og 6-0.
Í tvíliðaleik spiluðu Hinrik og Valdimir á móti Martin Blasko og Matej Maruscak og töpuðu 6-0 og 6-1.

Ísland var heppið með drátt og sat hjá í næstu umferð og mætti því Spánverjum í leik um 5.sætið.

Vladimir Ristic spilaði á móti spánverjanum Jaume Pla Malfeito (númer 1900 á ATP listanum) og átti rosalega góðan leik. Vladimir leiddi 3-2 í fyrsta settinu og munaði litlu að hann hefði náð 4-2 forskoti. Þá tók Jaume við sér og sigraði leikinn 6-3 og 6-2 .

Vladimir Ristic

Hinrik Helgason átti líka góðan leik en tapaði 0-6 og 1-6 á móti einum af sterkasta tennisspilara mótsins Adam Sanjurjo Hermida (númer 950 á ATP) frá Spáni. Hinrik spilað mun öruggara en á móti Slóvakíu gerði færri mistök og vann fleiri stig.

Strákarnir sigruðu tvíliðaleikinn þar sem spánverjarnir þurftu að gefa leikinn vegna meiðsla. Spánn sigraði því Ísland samanlagt 2-1.

Lokaniðurstaðan í mótinu var eftirfarandi:

1) Frakkland 2) Serbía 3) Slóvakía 4) Bosnía Hersegóvína 5) Spánn 6) ÍSLAND 7) Ungverjaland.