Skráning í Íslandsmót utanhúss

Íslandsmót utanhúss verður haldið 8.-18. ágúst næstkomandi. Keppt verður í meistaraflokki 8.-11.ágúst og í barna-, unglinga- og öðlingaflokki 12.-18.ágúst.

Skráning og nánari upplýsingar um íslandsmót utanhúss í meistaraflokki má sjá hér.
Skráning og nánari upplýsingar um íslandsmót utanhúss í barna- og unglingaflokki má sjá hér.
Skráning og nánari upplýsingar um íslandsmót utanhúss í öðlingaflokki má sjá hér.

Úrslitaleikir í einliðaleik í meistaraflokki karla og kvenna og grillpartý verða sunnudaginn 11.ágúst kl 14:00. Verðlaunaafhending verður sunnudaginn 18.ágúst í Þróttaraheimilinu, nánar auglýst síðar.